Enski boltinn

Solskjaer óánægður með vítaspyrnudóminn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ole Gunnar Solskjaer
Ole Gunnar Solskjaer Vísir/Getty
Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Cardiff var óánægður með dómara leiksins í leik liðsins gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Stoke fékk vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar fyrrum leikmaður Cardiff, Peter Odemwingie féll í vítateig Cardiff.

„Þetta var ekki vítaspyrna, hann lét sig falla og veiddi dómarann í gildru og við þurftum að sætta okkur við það. Strákarnir voru ósáttir með þetta en við náðum að halda ró okkar,“

„Leikmennirnir mínir brugðust nákvæmlega rétt við og gerðu réttu hlutina. Þeir gefast aldrei upp og eftir að við jöfnuðum höfðum við undirtökin í leiknum að mínu mati. Við stjórnuðum leiknum en Stoke fékk mörg góð færi undir lokin,“

Cardiff er tveimur stigum frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni þegar þrír leikir eru eftir.

„Þetta gæti orðið mikilvægt stig í lokin og við verðum að þakka Marshall fyrir stigið. Hann varði frábærlega á lokamínútum leiksins og tryggði að við fengjum eitt stig. Ef við hefðum ekki fengið neitt úr þessum leik hefði verið erfitt fyrir strákana að halda áfram. Vonandi getum við notfært okkur eitthvað úr þessum leik í næstu leikjum.“


Tengdar fréttir

Cardiff og Stoke skildu jöfn

Cardiff nældi í eitt stig í 1-1 jafntefli gegn Stoke á heimavelli Cardiff í dag. Cardiff er tveimur stigum frá Norwich í sautjánda sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×