Íslenski boltinn

Solskjær mættur á Valsvöllinn til að fylgjast með Óttari Magnúsi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óttar Magnús hefur slegið í gegn í sumar.
Óttar Magnús hefur slegið í gegn í sumar. mynd/skjáskot
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde, er staddur á Valsvellinum þar sem Valur tekur á móti Víkingi R. í 16. umferð Pepsi-deildar karla.

Samkvæmt heimildum Vísis er Solskjær að skoða Víkinginn unga, Óttar Magnús Karlsson, sem hefur slegið í gegn í sumar.

Óttar Magnús, sem er 19 ára, skoraði þrennu í síðasta leik Víkinga gegn Breiðabliki og er alls kominn með níu mörk í 14 leikjum í deild og bikar í sumar.

Óttar Magnús var á mála hjá hollenska stórliðinu Ajax en sneri aftur heim til Víkings í vetur.

Með Molde leikur einn Íslendingur, Björn Bergmann Sigurðarson. Þá yfirgaf Eiður Smári Guðjohnsen norska liðið á dögunum.

Leikur Vals og Víkings hófst klukkan 20:00. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Auk þess er hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×