Fótbolti

Solskjær hafnaði Norðmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær verður áfram hjá Molde.
Ole Gunnar Solskjær verður áfram hjá Molde. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær hefur útilokað að taka við þjálfun norska landsliðsins. Þetta staðfesti hann í norskum fjölmiðlum í dag.

„Við erum búnir að gera okkar áætlanir fyrir næsta tímabil og ráða bæði þjálfara og leikmenn,“ sagði Solskjær. „Ég var búinn að gefa þeim loforð um að vera áfram í Molde og því verð ég hér áfram.“

Solskjær hefur síðustu ár verið þjálfari Molde en tekur nú við nýju starfi knattspyrnustjóra. Mark Dempsey hefur verið ráðinn þjálfari Molde. Björn Bergmann Sigurðarson og Óttar Magnús Karlsson eru á mála hjá Molde.

Ståle Solbakken hafði áður átt í viðræðum við norska knattspyrnusambandið en kaus ekki að halda þeim áfram.

Bob Bradley, sem var síðast stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, er nú sá eini sem eftir stendur af þeim sem hafa átt í viðræðum við norska sambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×