Enski boltinn

Solskjær hættur hjá Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Cardiff tilkynnti í dag að Ole Gunnar Solskjær hefði látið af störfum sem knattpsyrnustjóri enska B-deildarliðsins Cardiff City.

Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá Cardiff en Solskjær tók við liðinu í upphafi ársins. Honum tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Tímabilið hefur svo byrjað illa hjá liðinu í ensku B-deildinni og er liðið sem stendur í sautjánda sæti með átta stig að loknum sjö umferðum.

Solskjær þakkaði eigandanum Vincent Tan fyrir að gefa sér tækifæri til að stýra liðinu. „Ég ber fulla virðingu fyrir honum og óska honum alls hins besta. Hins vegar erum við ekki sammála um hvernig eigi að reka félagið. Ég ákvað því að stíga til hliðar svo að Vincent geti tekið þau skref sem hann telur nauðsynleg.“

Tan sagði sjálfur að honum hafi verið ráðlagt að segja Solskjær upp störfum eftir að liðið féll í vor en að úrslitin hafi ekki verið samkvæmt hans væntingum í haust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×