Fótbolti

Solo þarf að mæta aftur fyrir rétt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hope Solo.
Hope Solo. Vísir/Getty
Hope Solo, ein þekktasta knattspyrnukona heims sem er markvörður í bandaríska landsliðiðinu og Seattle Reign, þarf að mæta aftur fyrir dómstóla eftir að héraðsdómur í Washington ákvað að taka aftur upp mál hennar.

Solo var handtekinn á síðasta ári eftir að kvörtun barst undan heimilisofbeldi á heimili hennar en henni var gert að sök að hafa ráðist á systur sína og son hennar.

Sjö mánuðum síðar var ákveðið að ákærurnar myndu falla niður þar sem að vitnin vildu ekki tala við saksóknara.

Saksóknarar í Washington kærðu ákvörðunina að málið yrði fellt niður og unnu málið fyrir dómstólum og má Hope Solo því gera ráð fyrir að mæta fyrir framan dómstólana á næstu mánuðum.

Solo var í bandaríska liðinu sem stóð uppi sem sigurvegari á HM í Kanada í sumar en hún hélt fimm sinnum hreinu á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×