Innlent

Sólin lætur sjá sig á ný á fimmtudag

Bjarki Ármannsson skrifar
Spá Veðurstofu fyrir klukkan sex um kvöld á fimmtudag.
Spá Veðurstofu fyrir klukkan sex um kvöld á fimmtudag. Mynd/Veðurstofa Íslands
Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að mjög vont veður var um land allt í gær og í fyrradag. Ofsaveður var á Vesturlandi og Norðurlandi í gærkvöldi og höfðu björgunarsveitir þar í nógu að snúast í nótt.

Veðrið hefur þó gengið niður, hættuástandi vegna krapaflóða hefur verið aflýst á Patreksfirði og landsmenn geta byrjað að hlakka til rólegra og betra veðurs í vikunni.

Strax á morgun er spáð heiðskýru veðri á Norðurlandi- og Austurlandi, samkvæmt spá á vef Veðurstofunnar. Á Egilsstöðum verður hiti um níu gráður og vindur um fimm metrar á sekúndu og á Blönduósi og Húsavík verður hiti um sjö stig og þrír metrar á sekúndu.

Svipað verður uppi á teningnum á miðvikudag en þá verður sjö stiga hiti og lítill vindur suðaustanlands, heiðskýrt á Höfn í Hornafirði og léttskýjað á Egilsstöðum fyrri part dags.

Á fimmtudag er svo von á heiðskýru og stilltu veðri víða um land. Um hádegi brýst sólin fram á Suðurlandi og í  Vestmannaeyjum og síðdegis er von á sól um nær allt land, utan norðausturhorns landsins.

Hiti verður ekki mikill, um þrjú til sjö stig, en hvergi á landinu verður vindhraði meiri en um fjórir metrar á sekúndu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×