Innlent

Sólin lætur sjá sig: Spáð 20 stiga hita á Húsavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona lítur spáin út klukkan 21 í kvöld.
Svona lítur spáin út klukkan 21 í kvöld. Mynd/Veðurstofa Íslands
Sólríkt er á landinu í dag og samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands munu flestir ef ekki allir landsmenn sjá eitthvað til sólar. Austfirðingar eiga von á góðu í dag þar sem hiti mun ná allt að sextán stigum. Þó þurfa íbúar að hafa varann á gagnvart þeirri mengun í lofti sem berst frá gosstöðvunum norðan Vatnajökuls. Víða annars staðar á landinu verður hitinn allt að þrettán stig í dag.

Íbúar á Norðurlandinu og Austfjörðurm geta sömuleiðis hlakkað til hitans á morgun. Hitastigið á Húsavík og Egilsstöðum verður allt að 20 stig en öllu kaldara á suður- og vesturlandi auk þess sem þar verður að finna einhverja úrkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×