MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Sóli Hólm um atriđiđ frćga: „Mér fannst bara stemning í ţessu atriđi, eins og sést kannski á mér“

 
Lífiđ
12:00 29. FEBRÚAR 2016
Sólmundur Hólm var á FM957 í morgun.
Sólmundur Hólm var á FM957 í morgun. VÍSIR

„Atriðið gekk ekkert fram af mér, alls ekki,“ sagði Sólmundur Hólm, í samtali við þá bræður í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hann var spurður út í atriði Reykjavíkurdætra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldið.

Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk hreinlega útúr myndveri RÚV í miðju atriði og var henni greinilega ofboðið eins og hún hefur tjáð sig um um helgina.

„Mér fannst bara stemning í þessu atriði, eins og sést kannski á mér ef horft er á upptöku frá atriðinu. En við erum alltaf að tala um upplifanir í dag, og hún hefur greinilega bara upplifað þetta öðruvísi en ég, maður verður bara að virða það.“

Sóla langaði alls ekkert að ganga út úr þessu atriði. Sóli tísti rétt eftir þátt að hann hafi fyrst haldið að Ágústa Eva ætlaði að standa upp til að dansa með atriðinu og hann hafi velt því fyrir sér að gera það sama.„Þegar ég sá hana ganga út, þá hugsaði ég strax að þetta yrði eitthvað fjölmiðlafíaskó. Ég hélt án gríns að hún væri að standa upp til að dansa og ég beið eftir því að hún myndi byrja að dansa, því þá ætlaði ég að vera með í því. Sem betur fer stóð ég ekki upp strax, því þá hefði ég staðið þarna einn og þurft að setja niður aftur. Það hefði verið hræðilegt.“

Sóli segir að stemningin eftir þátt hafi ekkert verið neitt óþægileg.

„Ég fór bara beint í bolinn sem stelpurnar gáfu mér og lét smella mynd af mér með þeim.“

Hér að neðan má heyra viðtalið við Sóla. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Sóli Hólm um atriđiđ frćga: „Mér fannst bara stemning í ţessu atriđi, eins og sést kannski á mér“
Fara efst