Fótbolti

Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sverrir Ingi Ingason sprautar á sig sólarvörn í Annecy í dag.
Sverrir Ingi Ingason sprautar á sig sólarvörn í Annecy í dag. vísir/vilhelm
Þeir leikmenn sem spiluðu lítið eða ekkert í sigrinum gegn Austurríki á Stade de France í gær æfðu í Annecy í dag en íslenska liðið flaug til baka eftir sigurinn og lenti í Annecy seint í gærkvöldi.

Veðrið í Annecy hefur ekki verið upp á marga fiska síðan Ísland kom á EM en í þessum 50.000 manna fallega bæ í suðaustur hluta Frakklands dvelur og æfir íslenska liðið á meðan Evrópumótinu stendur.

Veðurguðirnir brosa aftur á móti í dag enda strákarnir okkar komnir í 16 liða úrslit. Hitastigið er við 30 gráðurnar og hreyfir ekki vind. Því þurftu leikmennirnir sem æfðu að bera á sig sólarvörn en Sveinbjörn Brandsson, læknir liðsins, passaði upp á að allir bæru á sig nóg af henni.

Hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók á æfingunni í dag.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).





Alfreð Finnbogason passar upp á sólarvörnina.vísir/vilhelm
Lars Lagerbäck röltir um með derhúfu.vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
Eiður Smári reynir að ná smá lit á efra lærið.vísir/vilhelm
Alfreð Finnbogason tekur Kerlon á æfingunni í Annecy.vísir/vilhelm
Vallarstæðið þar sem strákarnir æfa er magnað.vísir/vilhelm
Fleiri fjölmiðlar eru mættir til að fylgjast með strákunum okkar.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM

Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×