Innlent

Sólarlandaveður um nánast allt land í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Nauthólsvík er góður staður til að njóta veðursins.
Nauthólsvík er góður staður til að njóta veðursins. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan spáir allt að 20 stiga hita víða á landinu í dag. Svalara verður við norð- og austanströndina. Má þó gera ráð fyrir því að ský dragi fyrir sólu eitthvað yfir daginn. Ekki verður mikill vindur. Veðurspáin fyrir morgundaginn hefur heldur betur látið rætast úr sér þar sem nú er spáð allt að 18 stiga hita og sól á nær öllu landinu. Þó má búast við rigningarskúrum á Vesturlandi og á suðausturhorninu. 





Veðurhorfur á landinu

Austan og norðaustan 3-8 m/s í dag, en 8-13 SA-til. Víða bjartviðri og hiti 15 til 20 stig, en svalara við N- og A-ströndina. Austan og norðaustan 5-13 á morgun, skýjað og dálítil rigning eða skúrir S- og SA-lands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan og vestan.



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðaustan og austan 3-8 m/s, en 8-13 NV-til og með SA-ströndinni. Skýjað og að mestu þurrt fyrir norðan og austan. Bjart með köflum á SV- og V-landi og líkur á síðdegisskúrum. Hiti frá 7 stigum á annesjum NA-lands, upp í 18 stig á SV-verðu landinu.



Á þriðjudag:

Norðaustanátt 3-10 m/s og bjart með köflum, en skýjað og dálítil rigning með ströndinni á NA- og A-landi. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast SV-til.



Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum SV-til. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast V-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×