Lífið

Sólarlag næturinnar: Myndir lesenda verða enn stórbrotnari

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þessa mynd tók flugmaðurinn Birgir Steinar Birgisson. „Sólarlagsmynd tekin úr flugi yfir Úlfljótsvatni með Þingvelli fyrir framan, rétt fyrir 2 aðfaranótt sunnudags.“
Þessa mynd tók flugmaðurinn Birgir Steinar Birgisson. „Sólarlagsmynd tekin úr flugi yfir Úlfljótsvatni með Þingvelli fyrir framan, rétt fyrir 2 aðfaranótt sunnudags.“ Birgir Steinar Birgisson
Svo virðist sem margir hafi staldrað við og notið sólarlagsins í nótt en myndum hefur rignt inn í pósthólfið okkar í allan dag.

Bæði landsmenn í Reykjavík og nágrenni og þeir sem dvöldu á landsbyggðinni hafa sent myndir af logandi bleikum himni. Myndirnar minna á hversu ljúft íslenska sumarið getur verið og hver veit nema þessu yndislega sumarkvöldi hafi tekist að bæta upp fyrir kaldan veturinn.

Vísir þakkar lesendum sínum fyrir að deila myndum sínum með okkur. Njótið kyrrðarinnar sem færist yfir mann með því að skoða myndirnar og myndaalbúmið hér neðst í fréttinni.

Sigrún Elsa Sigurðardóttir sendi þessa mynd.
Ævar Guðmundsson sendi mynd sem tekin var í Kópavogi.
Baldur Brynjar gat notið sólarlagsins úr rúminu sínu heima hjá sér í Garðabæ.
Birgir Steinar Birgisson
Ingibjörg Guðmundsdóttir tók mynd úr Grafarvogi.
Þessari ótrúlegu litadýrð náði Jóhann Helgason á mynd en hann var staddur á Sky bar í nótt þegar sólin settist á hafflötinn.
Sigrún Elsa Sigurðardóttir sendi þessa tilkomumiklu mynd.
Ruslan Stepanov er áhugaljósmyndari og hann tók mynd af Hörpunni og Sæbrautinni í nótt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×