Menning

Sóla segir sólarsögu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Jón Víðis kann ýmislegt fyrir sér og kemur til með að skemmta börnunum.
Jón Víðis kann ýmislegt fyrir sér og kemur til með að skemmta börnunum. Vísir/GVA
Að læra orðið sól á mörgum tungumálum er meðal þeirra verkefna sem fundið er upp á í dag í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í Breiðholti. Þar verður dagskrá í tilefni af alþjóðadegi móðurmálsins milli klukkan 14 og 16.

Dagskráin hefur yfirskriftina Málið þitt og málið mitt og hefst á því að Sóla sögukona segir sólarsögu. Síðan verða sungin sólarlög. Allt gæti þetta verið í tilefni þess að sól er farin að hækka á lofti á landinu okkar.

Í Smiðjunni Lifandi tungumál munu börn svo kenna börnum tungumál og að endingu mun Jón Víðis töframaður gera ýmsar kúnstir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×