Innlent

Sól og blíða framan af viku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er vanalega þétt setið á Austurvelli þegar sólin skín á borgarbúa.
Það er vanalega þétt setið á Austurvelli þegar sólin skín á borgarbúa. vísir/daníel
Það hefur verið hlýtt á öllu landinu seinustu daga og sólin skinið víða á landsmenn. Næstu daga verður áfram milt í veðri, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, en austanátt er nú ríkjandi á landinu. Afar góðu veðri er spáð á höfuðborgarsvæðinu á morgun, þriðjudag: allt að 19 stiga hita og heiðskíru veðri.

Spáð er úrkomu á suðausturhluta landsins í dag og á morgun, og á fimmtudaginn er svo spáð rigningu á höfuðborgarsvæðinu en 14 stiga hita og hægum vindi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Í dag:

Austan og norðaustan 5-13 metrar á sekúndu. Bjartviðri á Vestur- og Norðvesturlandi, en dálítil rigning eða súld með köflum sunnan og austan til á landinu. Vaxandi norðaustanátt á morgun með rigningu sunnanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Vesturlandi, en 6 til 10 stig við austurströndina.

Á þriðjudag:

Norðaustan 5-15 metrar á sekúndu, hvassast við suðausturströndina og norðvestan til. Bjartviðri um landið vestanvert, en skýjað og dálítil þokusúld austanlands. Hvessir og fer að rigna á Suður- og Austurlandi seinnipartinn. Hiti frá 8 stigum austast, upp í 18 stig á vestanlands.

Á miðvikudag:

Norðaustan 8-13 metrar á sekúndu norðvestan til, en annars hægari austlæg átt. Dálítil rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið norðaustanlands seinnipartinn. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag og föstudag:

Austlæg eða breytileg átt, 3-10, skýjað en úrkomulítið. Áfram milt í veðri.

Á laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir vaxandi austanátt. Dálítil rigning á Suður- og Austurlandi og hiti 8 til 13 stig, en víða fyrir vestan og norðan. Hiti 12 til 22 stig.

Sjá nánar á veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×