Erlent

Sökudólgarnir sjaldnast dregnir til saka

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Konur bíða við læknamiðstöð í Austur-Kongó, þar sem fórnarlömbum nauðgana er sinnt.
Konur bíða við læknamiðstöð í Austur-Kongó, þar sem fórnarlömbum nauðgana er sinnt. Nordicphotos/AFP
Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um nauðganir í styrjöldum eru 34 vopnuð samtök eða hópar í alls 21 landi sakaðir um að hafa beitt kynferðisofbeldi með markvissum hætti gegn andstæðingum sínum.

Þetta eru ýmist uppreisnarmenn, stjórnarhermenn eða liðsmenn annarra vopnaðra hópa sem tekið hafa þátt í átökum víða um heim.

„Skýrslan sýnir að þetta er svo sannarlega alþjóðlegur glæpur,“ sagði Zainab Hawa Bangura, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í gær þar sem skýrslan var kynnt.

Nefnd eru til sögunnar lönd á borð við Angóla, Bosníu-Hersegóvínu, Kambódíu, Kólumbíu, Mið-Afríkulýðveldið, Kongó, Malí, Suður-Súdan og Sýrland.

Bangura segir að hinir seku séu sjaldnast dregnir fyrir dóm og fórnarlömbin fái sjaldnast aðstoð við að takast á við lífið eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í hernaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×