Söknuđu Jakobs í naumu tapi í kvöld

 
Körfubolti
20:05 28. FEBRÚAR 2017
Jakob Sigurđarson í leik međ íslenska landsliđinu.
Jakob Sigurđarson í leik međ íslenska landsliđinu. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Jakob Sigurðarson gat ekki spilað með liði Borås Basket í kvöld og munaði mikið um íslenska bakvörðinn.

Borås Basket tapaði þá með þremur stigum á heimavelli á móti Södertälje Kings, 67-70, eftir æsispennandi leik.

Jakob glímir við meiðsli á fæti en þetta var fyrsti leikurinn sem hann missir af á þessu tímabili.

Liðsmenn Borås Basket stóðu sig vel án hans en það vantaði einhvern til að klára leikinn í lokin. Jakob hefur oft farið fyrir sínu liði í lok leikjanna og var því sárt saknað.

Borås Basket var þremur stigum yfir í hálfleik, 40-37, en leikurinn var jafn nær allan tímann. Gott dæmi um það er að liðin skiptu 24 sinnum um að hafa forystu í leiknum.

Borås Basket komst samt ellefu stigum yfir, 37-26, eftir að hafa skorað níu stig í röð um miðjan annan leikhluta.

Borås Basket er í 6. sæti sænsku deildarinnar með 14 sigra og 13 töp. Liðið hefur hinsvegar aðeins unnið 4 af síðustu 10 leikjum sínum og er að missa af möguleikanum á því að vera með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Söknuđu Jakobs í naumu tapi í kvöld
Fara efst