Innlent

Sóknarprestur á fjárhagsáætlun

Siglufjörður Siglufjarðarkirkja yfirlitsmynd
Siglufjörður Siglufjarðarkirkja yfirlitsmynd
Fjallabyggð Sóknarpresturinn á Siglufirði, Sigurður Ægisson, hefur undanfarin ár fengið árlegan styrk frá Fjallabyggð vegna heimasíðu sem hann heldur úti. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti fyrir sitt leyti að styrkja Sigurð á árinu 2015 vegna heimasíðunnar Siglfirðingur.net. Bæjarstjórn á eftir að samþykkja styrkveitinguna. Að sögn Steinunnar Maríu Sveinsdóttur, formanns bæjarráðs, er styrkurinn veittur vegna mikilvægis síðunnar fyrir bæjarfélagið. Hún sé bæði upplýsingasíða og sagnfræðileg heimild um byggðarlagið. - sa


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×