Erlent

Sögulegur dagur í Túnis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá kjörstað í Túnis í dag.
Frá kjörstað í Túnis í dag. Vísir/AFP
Forsetakosningar eru í Túnis í dag, þær fyrstu í landinu síðan 2011 þegar bylting sem kennd er við arabíska vorið hófst í landinu.

Meira en 25 einstaklingar eru í framboði en fyrirfram er talið líklegast að Moncef Marzouki, núverandi forseti, Beiji Caid Essebsi muni berjast um völdin.

Kosningarnar eru liður í þeim breytingum á stjórnarfarinu sem farið var í í Túnis í kjölfar arabíska vorsins. Þingkosningar voru í landinu í október.

Arabíska vorið byrjaði í Túnis og þykir vel hafa tekist til í ferlinu í kjölfar byltingarinnar, þar sem meðal annars hefur verið lítið um ofbeldi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×