Viðskipti erlent

Sögulegt tap á mörkuðum vegna Brexit

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Þrjár trilljónir Bandaríkjadala þurrkuðust út af alþjóðamörkuðum á föstudag og mánudag eftir ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið. Um er að ræða eitt stærsta tap sögunnar á tveggja daga tímabili, að því greint er frá á vef CNN.

Þetta mikla hrun skýrist meðal annars af því að gengi hlutabréfa var nokkuð hátt, og er nú að leita jafnvægis, en hlutabréfavísitölur lækkuðu enn frekar í dag eða um tvö prósentustig á evrópskum mörkuðum.

Þá er ástæða tapsins mikil óvissa sem ríkir nú vegna útgöngu Breta úr ESB, sem fjárfestar höfðu ekki gert ráð fyrir. Er því búist við áframhaldandi flökti á mörkuðum á meðan þessi óvissa ríkir en ekki liggur fyrir hvenær Bretar ganga til viðræðna við sambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×