Enski boltinn

Sögulegt mark Vardy í jafntefli gegn United | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar

Leicester og Manchester United gerðu jafntefli í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, en liðin skildu jöfn, 1-1, á King Power leikvanginum í Leicester. Jamie Vardy sló met Ruud van Nistelrooy.

Jamie Vardy kom Leicester yfir með sínu fjórtánda marki á leiktíðinni, en hann fékk þá frábæra sendingu frá Christian Fuchs og kláraði vel framhjá De Gea í markinu. Ellefti leikurinn í röð sem Vardy skorar í.

Sjá einnig: Vardy sló met Nistelrooy | Sjáðu markið

Gestirnir frá Manchester náðu þó að jafna fyrir hlé því Bastian Schweinsteiger stangaði hornspyrnu Daley Blind í netið á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik var ekki mikið að gerast, en liðin skiptust þó á að sækja án þess að skapa sér mörg dauðafæri. Lokatölur 1-1.

Manchester City heldur því toppsætinu á markatölu, en Leicester er með 29 stig, eins og City. United er svo í þriðja sætinu með 28 stig.

1-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×