Erlent

Söguleg stund þegar Obama heimsækir Kúbu

Atli Ísleifsson skrifar
Viðbúnaður er mikill í höfuðborginni Havana vegna komu Bandaríkjaforseta.
Viðbúnaður er mikill í höfuðborginni Havana vegna komu Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir Kúbu síðar í dag þar sem hann mun eiga fund með Raul Castro Kúbuforseta. Forsetarnir munu meðal annars ræða viðskipti og stjórnmálatengsl ríkjanna.

Þessi tveggja daga heimsókn Obama er fyrsta heimsókn sitjandi Bandaríkjaforseta til Kúbu frá því að Calvin Coolidge heimsótti eyjuna fyrir 88 árum og er því um sögulega heimsókn að ræða.

Ríkin hafa unnið markvisst að því að bæta tengsl sín á milli síðasta rúma árið, en viðskiptabann Bandaríkjanna er þó enn í gildi. Einungis Bandaríkjaþing getur aflétt slíku banni.

Í frétt BBC segir að Obama muni ekki funda með forvera Raul Castro í starfi og bróður, Fídel Castro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×