Innlent

Söguleg forsíða Fréttablaðsins í dag: Hvar endar þetta?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Forsíða og baksíða Fréttablaðsins í dag er svokölluð kápa.
Forsíða og baksíða Fréttablaðsins í dag er svokölluð kápa. vísir/vilhelm
Forsíða og baksíða Fréttablaðsins eru undirlagðar afreki strákanna okkar í Nice í gær þegar þeir sendu Englendinga heim af Evrópumótinu í fótbolta.

Forsíðan er í raun svokölluð kápa og kápuna prýðir ljósmynd eftir Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, en aldrei áður hefur fréttaljósmynd birst með þessum hætti á forsíðu og baksíðu blaðsins.

Forsíðan hefur því vakið athygli í morgun og það má því segja að hún sé söguleg, líkt og afrek íslenska landsliðsins sem er í fyrsta sinn á stórmóti og er nú komið í 8-liða úrslit þar sem það keppir við Frakkland á Stade de France á sunnudagskvöld.


Tengdar fréttir

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×