Erlent

Sögufræg píka veldur usla á Facebook

Atli Ísleifsson skrifar
Franski málarinn Gustave Courbet málaði listaverkið „Uppspretta heimsins“ árið 1866.
Franski málarinn Gustave Courbet málaði listaverkið „Uppspretta heimsins“ árið 1866. Vísir/AFP
Franskur kennari hefur höfðað mál gegn Facebook eftir að notendareikningi hans á síðunni var lokað vegna færslu þar sem hann birti mynd af píku.

Kennarinn birti mynd af 19. aldar málverki Gustave Courbet, „Uppsprettu heimsins“ sem sýnir mynd af kynfærum konu. Sagði kennarinn að síðan gæti ekki gert greinarmun á klámi og list.

Dómstóll í Frakklandi hefur nú úrskurðað að hann hafi lögsögu í málinu og að skilmálar Facebook um að allar lögsóknir tengdar síðunni yrði að höfða í Kaliforníu væru fantalegir.

Stephane Cottineau, lögmaður kennarans, fagnaði úrskurði dómstólsins og lýsti honum sem „fyrsta sigri Davíðs gegn Gólíat“.

Í frétt Verge segir að talsmaður Facebook segi fyrirtækið hafa móttekið fréttirnar og muni bregðast við innan tíðar.

Dómstóllinn mun taka málið fyrir þann 21. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×