Erlent

Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Najim Laachraoui var sagður hafa verið handtekinn í Anderlecht.
Najim Laachraoui var sagður hafa verið handtekinn í Anderlecht.
Lögreglan í Belgíu var í morgun sögð hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásunum í Brussel í gær. Það var haft eftir fjölmiðlum í Belgíu sem nú hafa dregið fréttir sínar til baka. Hann var sagður hafa verið handtekinn í Anderlecht, en í svo virðist sem að annar maður hafi verið handtekinn.

Najim Laachraoui er talinn vera sprengjugerðarmaður hópsins og náðist á mynd á Zaventem flugvellinum ásamt tveimur bræðrum sem sprengdu sig í loft upp. Laachraoui er sagður hafa flúið frá flugvellinum eftir að sprengjuvesti hans sprakk ekki.

Vestið fannst á flugvellinum í gær og var sprengt af sprengjusveitum lögreglunnar. Laachraoui er einnig talinn hafa búið til sprengjurnar sem notaðar voru til árásanna í París í nóvember. Erfðaefni hans fannst á sprengjuvestum í Bataclan.

Ríkissaksóknari Belgíu mun halda blaðamannafund á eftir og talið er að hann muni koma að handtökunni í máli sínu.


Tengdar fréttir

Megum ekki leyfa hryðjuverkamönnunum að vinna

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, segir að menn eigi ekki einu sinni að íhuga það að fresta EM í Frakklandi þrátt fyrir hryðjuverkaárásirnar síðustu mánuði.

Lýst er eftir fjórða árásarmanninum

Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald

Árás á okkur

Árásin á Brussel í gær var ekki bara hefndaraðgerð vegna handtökunnar á Salah Abdeslam, höfuðpaursins í árásinni á París, eins og vísbendingar eru um, heldur enn ein árásin á Vesturlönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×