Erlent

Sögðu af sér í mótmælaskyni

Samúel Karl Ólason skrifar
130 hershöfðingjar hafa verið reknir.
130 hershöfðingjar hafa verið reknir. Vísir/EPA
Tveir háttsettir hershöfðingjar í Tyrkneska hernum hafa sagt störfum sínum lausum. Það gerðu þeir í mótmælaskyni vegna hreinsana yfirvalda í hernum eftir misheppnað valdarán þar í landi. Til stendur að gera umfangsmiklar breytingar á her Tyrklands.

Stjórnöld í Tyrklandi hafa nú rekið 1.223 yfirmenn úr hernum, þar á meðal 130 hershöfðingja, frá valdaráninu misheppnaða þann 15. júlí.

Þar að auki hafa stjórnvöld lokað fjölda fjölmiðla. Um er að ræða minnst 16 sjónvarpsstöðvar og þrjár fréttaveitur sem stjórnvöld segja að séu hliðholl Fethullah Gulen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×