Innlent

Söfnunarþáttur Samhjálpar í heild sinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sérstakur söfnunarþáttur vegna landssöfnunar Samhjálpar er nú aðgengilegur í heild sinni hér á Vísi en þátturinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 laugardaginn 21. nóvember.

Fjöldi fólks kom fram í þættinum og sagði frá baráttu sinni við áfengis-og/eða fíkniefnavanda og hvernig Hlaðgerðarkot, meðferðarheimili sem rekið er af Samhjálp, hefði hjálpað þeim í að ná bata, en söfnun Samhjálpar er einmitt til uppbyggingar á meðferðarheimilinu.

Auk þeirra sem sögðu sögur sínar í þættinum á laugardag kom fjöldi tónlistarmanna fram, meðal annars Glowie, Páll Rósinkranz, Eyþór Ingi og Páll Óskar.

Nú hafa safnast rúmar 80 milljónir króna en enn er hægt að leggja málefninu lið. Stefnan er sett á að ná 100 milljóna múrnum en allar upplýsingar um söfnunina má nálgast á vefsíðunni samhjalp.is.

Söfnunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×