Lífið

Söfnuðu fimm milljónum til að gera rappplötu úr kattarhljóðum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Killer Mike og El-P sýna sitt sanna eðli.
Killer Mike og El-P sýna sitt sanna eðli.
Hipphopptvíeykið Run the Jewels, taktsmiðurinn og rapparinn El-P og rapparinn Killer Mike, ætla að endurgera nýju plötuna sína RTJ2 með engu nema kattarhljóðum.

Þeir kappar eru miklir húmoristar og auglýstu á heimasíðu sinni í ár að þeir myndu bjóða upp á „Meow the Jewels“ pakkann fyrir 40.000 Bandaríkjadali eða um það bil fimm milljónir íslenskra króna. Því var einhver sniðugur aðdáandi sem stofnaði til hópsöfnunar á Kickstarter fyrir verkefninu

.

„Ertu virkilega að segja mér að ef ég safna 40.000 dölum, þá geti ég heyrt rappplötu sem er öll búin til með kattarhljóðum? ÁSKORUN TEKIÐ,“ segir á síðunni.

Söfnunin er nú komin langt yfir 40.000 dala markið en þegar þetta er ritað hefur 56.000 Bandaríkjadölum verið safnað fyrir verkefninu, sem er fordæmalaust í sögu rappsins. „Meow the Jewels er besta röksemd gegn grasreykingum sem ég hef heyrt, af því að það er í alvörunni einhver sem ætlar að fjármagna þetta,“ sagði El-P á tónleikum í vikunni.

Fjölmargir frægir tónlistarmenn munu taka þátt í verkefninu og leggja dúóinu lið, t.d. söngkonan Zola Jesus sem spilaði á Airwaves í fyrra, Geoff Barrow úr Portishead og taktsmiðirnir goðsagnakenndu The Alchemist, Dan the Automator, Just Blaze og Bauuer.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×