Innlent

Söfnuðu 250 þúsund krónum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nemendurnir sautján.
Nemendurnir sautján.
Undanfarna þrjá daga hafa sautján nemendur úr Suðurhlíðarskóla ásamt nokkrum foreldrum gengið í hús og safnað meira en 250 þúsund krónum fyrir menntun barna í Afríku. Nánar tiltekið í Sómalíu, Eþíópíu, Súdan og Suður-Súdan. Fjáröflunin er á vegum ADRA og heitir „Menntun til friðar“.

ADRA á Íslandi er hluti af ADRA í Noregi og norska ríkið styrkir ADRA á þann veg að það fjármagn sem safnað er er margfaldað með níu af norska ríkinu. Krakkarnir hafa því stuðlað að því að rúmlega tvær milljónir króna verði notaðar við uppbyggingu skolastarfs í Norður Afríku. ADRA fjármagnar menntun kennara, skólabygginga, bætir námsaðstæður, stuðlar að jöfnum rétti til skólagöngu og eykur gæði kennslunnar.

ADRA er einnig með stór verkefni í Sýrlandi og Serbíu þessa dagana. En peningarnir sem safnast nú eru ætlaðir langtímaverkefni til að fyrirbyggja flótta frá Norður-Afríku. Hægt er að finna upplýsingar um hvernig megi styrkja starfið á heimasíðu ADRA á Íslandi.

Nemendurnir vilja koma innilegu þakklæti til þeirra sem tóku fallega á móti þeim og styrktu söfnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×