Innlent

Sofnaði og sigldi í strand

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlimir björgunarsveitarinnar Brimrúnar náðu trillunni af strandstað.
Meðlimir björgunarsveitarinnar Brimrúnar náðu trillunni af strandstað. Mynd/Fannar Hafsteinsson
Lítill strandveiðibátur strandaði í austanverðum Eskifirði í gær og var björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði kölluð út um miðjan daginn til að bjarga trillunni.

Einn var um borð í trillunni og mun hann samkvæmt heimildum Vísis hafa sofnað á siglingu, með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt frétt á vef Austurfréttar, komast maðurinn sjálfur í land og var afla dagsins sömuleiðis náð í land.

Vel mun hafa gengið að ná trillunni af strandstað þegar flætt hafði undir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×