Innlent

Snýr aftur með frumvarp um sölu áfengis

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ef frumvarpið verður samþykkt verður það til endurskoðunar eftir ár.
Ef frumvarpið verður samþykkt verður það til endurskoðunar eftir ár. vísir/gva
„Það stendur til að þetta verði forgangsmál okkar. Allir þingflokkar velja sín forgangsmál og ég á von á að þetta verði eitt þeirra,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hann hefur lagt fram frumvarp sitt um að leyfa sölu áfengis í einkareknum verslunum í annað sinn. Frumvarpið dagaði uppi á síðasta þingi.

Þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni og Vinstri grænum eru flutningsmenn frumvarpsins.

Frumvarpið er efnislega það sama og Vilhjálmur lagði fram í fyrra fyrir utan breytingar sem byggja á nefndaráliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar frá því í ár.

Vilhjálmur ÁrnasonVÍSIR/ANTON BRINK
„Þær breytingar eru til dæmis að allir þurfa að sýna skilríki sama hvort þeir séu sextugir eða tvítugir og refsingarnar sem voru fyrir í áfengislöggjöfinni eru betur skýrðar nú. Og greinargerðin gerir betur grein fyrir því að þarna er um að ræða allar verslanir; gjafavöruverslanir, sérvöruverslanir og fleira, en ekki bara matvöruverslanir eins og umræðan var síðast.“

Þá er hnykkt á því að frumvarpið verði endurskoðað innan árs og á þeim tíma mun Áfengisverslun ríkisins geta starfað áfram.

„Þetta er ekki breyting á einum degi. Það er sem sagt ekki verið að kollvarpa neinu,“ segir hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×