Erlent

Snowden gagnrýnir Rússlandsforseta

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Edward Snowden.
Edward Snowden. vísir/ap
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden gagnrýnir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir að koma sér undan því að svara hvort Rússland stundi persónunjósnir sambærilegar þeim sem stundaðar voru af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) í grein sem birt var í breska blaðinu Guardian. Snowden spurði Pútín spurningarinnar í sjónvarpsþætti sem sýndur var í beinni útsendingu.

Snowden segir í grein sinni að hann hafi fórnað lífi sínu til að ljóstra upp um ólöglega njósnastarfsemi í heimalandi sínu.  Snowden telur að öruggt sé að svipaðar persónunjósnir eigi sér stað í Rússlandi og hvetur hann rússneska blaðamenn til að rannsaka það.

Snowden er af mörgum álitinn frelsishetja fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum NSA til fjölmiðla á seinasta ári.

Upplýsingar og frekari fyrirgrennslan fjölmiðla í kjölfar lekans hafa leitt í ljós víðtækar persónunjósnir ýmissa vestrænna ríkja á eigin þegnum og þegnum annarra ríkja.

Verði hann framseldur til Bandaríkjanna, verður hann líklega dæmdur fyrir landráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×