Handbolti

Snorri Steinn tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í frönsku úrvalsdeildinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Snorri Steinn í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri Steinn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður USAM Nimes, var í dag ásamt Mikkel Hansen, leikmanni Paris Saint Germain og Jure Dolenec, leikmanni Montpellier HB, tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Snorri Steinn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti en hann er markahæstur í deildinni eftir fjórar umferðir með 41 mark, fjórum mörkum meira en vinur hans og fyrrum samherji, Mikkel Hansen.

Nimes hefur líkt og Snorri byrjað tímabilið vel en eftir tap í fyrstu umferð gegn Róberti Gunnarssyni og félögum í PSG hefur liðið unnið þrjá leiki í röð gegn Chambéry, Ivry og Toulouse. Nimes er í 3. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði PSG.

Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur sömuleiðis byrjað tímabilið af krafti í liði Nimes en Ásgeir er á sínu öðru tímabili hjá félaginu. Hefur hann alls skorað 17 mörk í leikjunum fjórum og er 22. markahæsti leikmaður deildarinnar.

Áhugasamir geta skráð sig hér á vefsíðu franska handboltasambandsins og kosið Snorra Stein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×