Handbolti

Snorri Steinn markahæstur í sigri Nimes

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Snorri Steinn skoraði átta í kvöld.
Snorri Steinn skoraði átta í kvöld. mynd/nimes
Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmenn í handbolta, fara vel af stað með Nimes í frönsku 1. deildinni.  Liðið er nú búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á nýju tímabili en það lagði Saran á útivelli í kvöld, 39-31.

Snorri Steinn var markahæstur hjá Nimes með átta mörk. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum úr opnum leik og úr einu vítakasti af tveimur.

Ásgeir Örn skoraði fjögur mörk í fimm skotum fyrir Nimes sem er með fjögur stig eftir tvo leiki.

Akureyringarnir og frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason þurftu að sætta sig við annað tapið í jafnmörgum leikjum með Cesson-Rennes.

Cesson-Rennes tapaði fyrir PSG í fyrstu umferðinni og tapaði í kvöld, 27-25, á útivelli gegn Dunkerque. Staðan í hálfleik var 14-11 fyrir heimamenn.

Geir Guðmundsson skoraði tvö mörk í tveimur skotum fyrir Cesson-Rennes en Guðmundur Hólmar reyndi eitt skot án árangurs. Liðið er án sigurs eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×