ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 07:00

Neyđarfundur vegna ađgerđa HB Granda

FRÉTTIR

Snorri Steinn markahćstur í Íslendingaslag

 
Handbolti
20:41 08. MARS 2017
Snorri Steinn skorađi sex mörk.
Snorri Steinn skorađi sex mörk. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Nimes vann sex marka sigur á Cesson-Rennes, 30-24, í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var mikilvægur sigur hjá Nimes sem var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld. Nimes er í 7. sæti deildarinnar.

Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Nimes með sex mörk. Fjögur þeirra komu af vítalínunni. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk.

Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Cesson-Rennes sem er í 12. sæti deildarinnar. Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk og Gunnar Steinn Jónsson tvö þegar Kristianstad vann öruggan sigur á Hammarby, 21-29, í sænsku úrvalsdeildinni. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Kristianstad er í 5. sæti deildarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Snorri Steinn markahćstur í Íslendingaslag
Fara efst