Handbolti

Snorri Steinn magnaður í sigurleik Nimes | Öll úrslit kvöldsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Snorri í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Snorri Steinn Guðjónsson fór á kostum í 32- 28 sigri Nimes Gard á Toulouse í frönsku deildinni í handbolta í kvöld. Snorri var atkvæðamestur í liði Nimes með tólf mörk.

Nimes hefur byrjað tímabilið vel en eftir tap gegn stórliði Paris Saint-Germain hafði félagið unnið tvo leiki í röð.

Snorri og Ásgeir Örn Hallgrímsson voru að vanda í liði Nimes en jafnt var með liðunum í hálfleik í stöðunni 15-15. Skiptust liðin á forskotinu framan af í seinni hálfleik en á síðustu tíu mínutum leiksins tókst leikmönnum Nimes að ná forskotinu og halda því fram að leikslokum.

Líkt og kom fram hér fyrir ofan var Snorri Steinn atkvæðamestur í liði Nimes með tólf mörk en Ásgeir Örn setti sjálfur fimm mörkum í leiknum.

Róbert Gunnarsson og félagar í Paris Saint-Germain unnu sannfærandi 32-20 sigur á Chartres á útivelli í kvöld en Róbert setti eitt mark í leiknum og þótti spila öfluga vörn.

Arnór Atlason var ekki í leikmannahóp St. Raphael í kvöld en liðið vann öruggan átta marka sigur á Ivry í fjarveru hans.

Þá unnu lærisveinar Ragnars Óskarssonar, aðstoðarþjálfara Rennes, nauman sigur á Nantes, 32-29.

Öll úrslit dagsins:

Aix 27-26 Tremblay

Dunkerque 23-25 Creteil

St. Raphael 31-23 Ivry

Chartres 20-32 Paris Saint-Germain

Cesson Rennes 32-29 Nantes

Nimes 32-28 Toulouse






Fleiri fréttir

Sjá meira


×