Lífið

Snorri og Saga trúlofuð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason og leikarinn og Saga Garðarsdóttir eru trúlofuð.

Þetta tilkynntu þau á Facebook í hádeginu við mikinn fögnuð vina og vandamanna. Parið er vinsælt og vinamargt og sést það bersýnilega á viðbrögðunum við trúlofuninni. Á fimmta hundrað hafa líkað við færsluna og hamingjuóskir hlaupa á tugum.

Snorri er þekktur fyrir tónsmíð sína, bæði með hljómsveitinni Sprengjuhöllin og undir eigin nafni. Saga haslaði sér völl sem uppistandari en hefur undanfarin ár leikið í hinum ýmsu leiksýningum, sem og sjónvarpsþáttum á borð við Steindann okkar og Steypustöðinni, sem nú er sýnd á Stöð 2.

Fyrstu fregnir af sambandi þeirra Snorra og Sögu bárust á haustmánuðum ársins 2014. Því fagna því næstum-tveggja-og-hálfs-árs sambandsafmæli með því að setja upp hringana.

Trúlofunartilkynninguna má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×