Innlent

Snorri í Betel mun sækja sér bætur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snorri Óskarsson, jafnan kenndur við Betel, mun sækja sér bætur til Akureyrarbæjar vegna uppsagnar sem dæmd hefur verið ólögmæt, hafi bærinn sjálfur ekki frumkvæði að því að greiða honum bætur vegna málsins.

„Já, það verður allavega eitthvað að gerast í framhaldi af þessu og ég held að það verði ekkert hjá því komist að það komi einhverjar bótakröfur. Ég sé það bara þannig að við gefum þeim tækifæri á að svara sjálfir, er frumkvæði hjá þeim eða þurfum við að fara í eitthvað bótamál. Það er bara að ráðast núna á þessum dögum,“ sagði Snorri í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Snorra var vikið úr starfi sem kennari við Brekkuskóla á Akureyri árið 2012 vegna ummæla um samkynhneigð á persónulegu bloggi hans. Innaríkisráðuneytið úrskurðaði að uppsögnin hefði verið ólögmæt en Akureyrarbær fór með málið fyrir dómstóla og fór fram á að úrskurður ráðuneytisins yrði felldur úr gildi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×