Tónlist

Snorri Helga leyfir öllum að fylgjast með sjálfsstyrkingarnámskeiði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snorri Helgason með skemmtilegt myndband.
Snorri Helgason með skemmtilegt myndband. vísir
Lag Snorra Helgasonar, Einsemd, hefur notið talsverðra vinsælda að undanförnu og meðal annars farið hátt á vinsældarlista Rásar 2. Einsemd er fyrsta lagið sem fær að hljóma af væntanlegri plötu Snorra.

Í dag er frumsýnt nýtt myndband sem leikhópurinn Kriðpleir og Óskar Kristinn Vignisson hafa gert við lag Snorra.

Í myndbandinu er fylgst með sjálfsstyrkingarnámskeiði sem leikhópurinn Kriðpleir býður upp á fyrir fólk í atvinnuleit.



Meðlimir Kriðpleirs leika allir í myndbandinu, en þeir eru Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, auk Bjarna Jónssonar, leikskálds. Þar fyrir utan koma margir öndvegismenn fram í aukahlutverkum, t.a.m. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, listrænn stjórnandi Mengis, Albert Halldórsson, leikari, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, myndlistamaður, Þórir Bogason, þúsundþjalasmiður, Margrét Sif Sigurðardóttir, nemi, og Þórir Guðjónsson, framherji Fjölnis í Pepsi-deildinni.

Óskar Kristinn er myndlistarmaður og hefur getið sér gott orð upp á síðkastið fyrir myndbandagerð. Á næstu vikum verður frumsýnt tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir hljómsveitina Ó ó með Örn Eldjárn í broddi fylkingar. 

Annað kvöld kl. 21 eru tónleikar með Snorra og hljómsveit hans á Kexinu þar sem leikin verða fleiri lög af væntanlegri plötu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×