FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Snorri: Tek bekkjarsetunni eins og mađur

 
Handbolti
17:45 16. JANÚAR 2016

„Menn eru fljótir að ná sér niður. Leikurinn var líka á fínum tíma þannig að það var nú ekkert næturbrölt á mönnum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson silkislakur á hóteli íslenska liðsins í dag.

Snorri Steinn var í óvenjulegri stöðu í fyrsta leiknum gegn Noregi. Hann er vanur því að byrja leiki og spila mikið en mátti sætta sig við að byrja á bekknum og vera þar lengstum.

„Ég tek þessu eins og maður. Þetta er bara eins og gengur og gerist í þessum bolta. Auðvitað vilja menn alltaf spila. Þetta gekk fínt í gær. Svona var mitt hlutskipti í þeim leik. Maður verður alltaf að vera á tánum og ég held að það komi að því að það verði einhver þörf fyrir mig og þá verð ég að vera klár.“

Sjá einnig: Strákarnir okkar verða á NFL-vaktinni í kvöld

Nú er það rimma gegn Hvít-Rússum og strákarnir mega ekki við því að tapa þeim leik og núlla þar með út sigurinn gegn Noregi.

„Þetta hljómar kannski fyrir marga eins og leikur sem við eigum að vinna nokkuð sannfærandi en ég held að það sé nú ekki þannig. Þetta er fínt lið með stóra, sterka stráka. Liðið getur spilað þrjú varnarafbrigði og það þarf því að undirbúa fullt af hlutum. Þessi leikur verður mjög ólíkur Noregs-leiknum en alveg jafn erfiður,“ segir Snorri Steinn en hann man vel er strákarnir töpuðu gegn þeim sumarið 2013. Þá tapaði Ísland með sex marka mun ytra.

„Við höfum sýnt það oft að ef við förum aðeins niður á hælana þá getum við steinlegið.“

Sjá má viðtalið við Snorra í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Snorri: Tek bekkjarsetunni eins og mađur
Fara efst