Tónlist

Snoop ekki sáttur við Svía

Rapparinn Snoop Dogg var stöðvaður í Uppsölum í Svíþjóð.
Rapparinn Snoop Dogg var stöðvaður í Uppsölum í Svíþjóð. mynd/Dominique Charriau
Bandaríski rapparinn og Íslandsvinurinn Snoop Dogg var handtekinn í Svíþjóð um helgina þar sem hann var grunaður að vera undir áhrifum fíkniefna. Snoop Dogg sem er 43 ára gamall var færður á lögreglustöð þar sem hann var látinn gangast undir þvagprufu en hann var látinn laus að henni lokinni.

Bifreið sem Snoop var í var stöðvuð við hefðbundið eftirlit lögreglu og virtist rapparinn vera undir áhrifum fíkniefna. Atvikið átti sér stað eftir tónleika rapparans í Uppsölum en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Snoop er grunaður um neyslu fíkniefna enda fjalla margir textar hans um einhvers konar fíkniefnaneyslu.

Rapparinn var ekki sáttur við það að þurfa fara niður á stöð eins og sést í myndböndunum hér að neðan, sem hann birti á Instagram-síðu sinni. Hann segist meðal annars ekki ætla fara til Svíþjóðar aftur og að lögreglan hafi ekki fundið neitt ólöglegt í fórum sínum.

Ftp On mamas !!

A video posted by snoopdogg (@snoopdogg) on

Message to my fans n fam !!

A video posted by snoopdogg (@snoopdogg) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×