Innlent

Snjórinn setur svip sinn á Akureyri

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Það er ótrúlegt að önnur myndin hafi verið tekin á mánudag en hin miðvikudag.
Það er ótrúlegt að önnur myndin hafi verið tekin á mánudag en hin miðvikudag. Vísir / Erlendur Steinar
Skjótt skipast veður í lofti – í það minnsta á Akureyri. Myndasmiðurinn Erlendur Steinar tók þessar tvær myndir með tveggja daga millibili en á þeim sést glögglega hvernig snjórinn sem féll fyrir norðan umbreytti ásýnd bæjarins.

Veðurstofan hefur undanfarna daga varað fólk við fyrstu alvöru snjókomu vetrarins, eins og það var orðað í tilkynningum. Það var raunin á Akureyri þar sem byrjaði að snjóa á mánudag eftir blíðskapar veður um helgina. Þar er þó logn og stillt og bærinn skartar sínu fegursta.

Vísir hvetur lesendur til að senda skemmtilegar veðurmyndir á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×