Fótbolti

Snjórinn á sunnudaginn fór illa með stelpurnar okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallbera Gísladóttir á æfngu íslenska liðsins í gær.
Hallbera Gísladóttir á æfngu íslenska liðsins í gær. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið til Algarve í Portúgal eftir miklu lengra ferðalag en KSÍ var búið að skipuleggja. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Vegna snjóþunga í Reykjavík varð töluverð seinkun á flugi frá Keflavík sem varð til þess að hópurinn missti af tengiflugi frá Amsterdam til Lissabon.

Það var því þreyttur hópur sem kom á Penina hótelið í Algarve rúmlega eitt í fyrrinótt.

Ekki gafst stelpurnum þó mikill tími til að hrista af sér ferðaþreytuna í gær þar sem vel var tekið á því á fyrstu æfingu verkefnisins í gærmorgun.

Það var líka nóg að gera hjá stelpunum utan æfinganna því í gær var jafnframt svokallaður fjölmiðladagur UEFA þar sem hópur á vegum sambandins var að störfum við myndatökur og undirbúning á efni sem nýtt verður í tengslum við EM í sumar.

Í dag verður æft samkvæmt áætlun en jafnframt mun þjálfarateymið fara yfir leikinn gegn Noregi á miðvikudag sem verður fyrsti leikur Íslands á mótinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×