Erlent

Snjóflóð féll á þrjá unga drengi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Snjófljóðið féll fyrir aftan íbúðarblokk í bænum Hammerfest.
Snjófljóðið féll fyrir aftan íbúðarblokk í bænum Hammerfest. Mynd/Jón Vigfús Guðjónsson
Þrír ungir drengir slösuðust þegar snjóflóð féll á þá í bænum Hammerfest í norður-Noregi síðdegis í dag. Mikill viðbúnaður var vegna snjóflóðsins og voru sjúkrabílar og þyrlur kallaðar til.

Drengirnir þrír, á aldrinum sjö, tíu og þrettán ára, voru á leik við íbúðarblokk í bænum þegar snjóflóðið féll. Voru drengirnir allir með meðvitund þegar björgunaraðilar komu á svæðið og var hægt að grafa þá upp. Sjúkrahúsið í Hammerfest hefur staðfest að enginn þeirra sé alvarlega slasaður.

Björgunaraðilar eru enn á störfum við snjóflóðið til að leita af sér allan grun um hvort að fleiri hafi lent undir flóðinu. Þó er talið að drengirnir þrír hafi verið þeir einu sem verið hafi á svæðinu þegar flóðið féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×