Erlent

Snjóflóð féll á minnst tíu göngumenn í Sviss

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögreglan gaf út viðvörun vegna snjóflóðahættu fyrr í dag.
Lögreglan gaf út viðvörun vegna snjóflóðahættu fyrr í dag. Vísir/AFP
Að minnsta kosti tíu göngumenn urðu fyrir snjóflóði í Sviss á fimmta tímanum í dag. BBC greinir frá.

Snjóflóðið varð í Valais-fylki við landamæri Frakklands og féll í 2.500 metra hæð á Col de Fenestral gönguleiðinni.

Leit að fólkinu er hafin en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Fyrr í dag gaf lögreglan út viðvörun vegna snjóflóðahættu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×