Innlent

Snjódýpt í Reykjavík um 17 - 18 sentímetrar eftir ofankomu dagsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Snjónum hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Snjónum hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Anton
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni á höfuðborgarsvæðinu að snjónum hefur kyngt nánast linnulaust niður í dag. Formleg mæling á snjódýpt í Reykjavík hefur ekki farið fram hjá starfsmönnum Veðurstofu Íslands en þar á bæ fer mælingin fram einu sinni á sólarhring, klukkan níu á morgnanna.

Vísir mældi snjódýpt á tveimur stöðum miðsvæðis í Reykjavík og á Selfossi. Í öllum tilvikum reyndist jafnfallin snjór í dag vera 17 - 18 sentímetrar en getur þó seint talist vísindaleg mæling, þó hún gefi einhverjar vísbendingar um hve mikil ofankoman hefur verið í dag.

Töluverð snjókoma er enn á höfuðborgarsvæðinu þegar þetta er ritað en samkvæmt upplýsingum frá höfuðborgarsvæðinu má búast við að það stytti upp um miðnætti. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×