Enski boltinn

Sneri aftur eftir rúmlega árs fjarveru vegna bílslyss

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pape Souaré var frá í rúmt ár vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bílslysi í fyrra.
Pape Souaré var frá í rúmt ár vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bílslysi í fyrra. vísir/getty
Pape Souaré lék sinn fyrsta leik fyrir Crystal Palace í rúmt ár þegar liðið vann 1-0 sigur á Huddersfield í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Þetta var fyrsti sigur Palace undir stjórn Roys Hodgson.

Souaré slasaðist illa í bílslysi í september í fyrra. Senegalinn lær- og kjálkabrotnaði í slysinu og lék ekkert meira með Palace á síðasta tímabili.

Hinn 27 ára gamli Souaré sneri aftur til æfinga í síðasta mánuði. Í gær kom hann svo inn á sem varamaður í sigrinum á Huddersfield. Áhorfendur á Selhurst Park tóku afar vel á móti Souaré þegar hann hljóp inn á völlinn.

„Þetta var pínu skrítið en mér líður nokkuð vel,“ sagði vinstri bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það hafi verið hugsað vel um sig hjá Palace á meðan endurhæfingunni stóð.

„Ég var í góðum höndum hjá félaginu. Tíminn leið hratt því þeir hugsuðu svo vel um mig,“ sagði Souaré sem kom til Palace frá Lille fyrir tveimur árum.

Stuðningsmenn Palace tóku vel á móti Souaré.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×