Erlent

Snarpur skjálfti í vesturhluta Íran

Atli Ísleifsson skrifar
Á sjötta hundrað fórust í skjálfta í vesturhluta Írans í síðasta mánuði.
Á sjötta hundrað fórust í skjálfta í vesturhluta Írans í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Snarpur skjálfti, 6,0 að stærð, reið yfir í vesturhluta Íran í dag. Frá þessu greinir Reuters og vísar í íranska fjölmiðla.

Upptök skjálftans voru í grennd við bæinn Ezgeleh, nálægt landamærunum að Írak.

Íbúar í Kermanshah, stærstu borginni í landshlutanum, fundu vel fyrir skjálfranum, en þar búa um milljón íbúa.

530 manns hið minnsta létu lífið í skjálfta, 7,3 að stærð, á sama svæði í síðasta mánuði.

Enn hafa ekki borist fréttir af eyðileggingu eða manntjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×