Innlent

Snarpur jarðskjálfti á Suðurlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Veðurstofa Íslands
Snarpur jarðskjálfti fannst á Suðurlandi skömmu eftir klukkan ellefu. Jarðskjálftinn var 4,1 stig og fannst mjög vel á Selfossi. Einnig fannst hann á Hvolsvelli og væntanlega víða um Suðurland. Uppruni skjálftans var 9, 6 kílómetra suðaustur af Hestfjalli klukkan korter yfir ellefu.

„Eins og sparkað væri í húsið,“ sagði íbúi á Selfossi í samtali við Vísi.

Strax í kjölfarið varð annar jarðskjálfti 3,1 kílómetra suðvestur af Hveragerði sem var 2,3 stig.

Knútur Rafn Ármann, sem býr í Reykholti segir að skjálftinn hafi ekki verið langur en mjög snarpur. „Það kom stórt högg, eins og það hefði verið keyrt á húsið.“

Nokkrir smáir skjálftar hafa orðið síðan en skoða má upplýsingar um skjálftana á vef Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×