Innlent

Snarpir skjálftar á Suðurlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Tveir snarpir jarðskjálftar mældust skammt frá Selfossi um klukkan tíu í kvöld. Þeir fundust vel á Selfossi og jafnvel í Grímsnesi líka. Samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands mældust skjálftarnir tveir báðir 3,4 að stærð og miðja þeirra um sex til sjö kílómetra austur af Selfossi.

Nokkur jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu í dag samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á níunda tímanum fannst einnig skjálfti á Selfossi sem var 2,9 stig að stærð. Flestir skjálftarnir hafa verið um og yfir einn að stærð.

Jarðskjálftar eru nokkuð algengir á svæðinu og samkvæmt náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni er erfitt að segja til um framhaldið. Hrinan gæti haldið eitthvað áfram og hún gæti líka dáið út á næstu klukkustundum. Þá munu skjálftarnir ekki vera á gossvæði.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×