Viðskipti erlent

Snap Spectacles í dularfullum sjálfsölum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Spectacles frá Snap Inc.
Spectacles frá Snap Inc. nordicphotos/AFP
Kaliforníu og Oklahoma í Bandaríkjunum hafa nýlega séð undarlega, gula sjálfsala spretta upp úti á götu. Við sjálfsalana hafa svo myndast ógnarlangar raðir en þeir eru eini vettvangurinn þar sem kaupa má Spectacles, ný gleraugu frá fyrirtækinu Snap Inc. sem einnig heldur úti samfélagsmiðlinum Snapchat.

Gleraugun eru búin myndavélum og senda þau stutt myndbönd beint í síma notandans sem getur svo hlaðið þeim inn á Snapchat-aðgang sinn.

Techcrunch greinir frá því að í þessari markaðssetningu gangi Snap Inc. út frá einfaldri reglu: „Ef þú vilt gera vöruna þína töff þá skaltu ekki gefa nördum aðgang að henni fyrst.“

Því hafa tækniblaðamenn í Bandaríkjunum ekki fengið að prófa Spect­acles nema þeir hafi verið svo heppnir að rekast á gulan sjálfsala.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×