Viðskipti innlent

Snærós Sindradóttir nýr verkefnastjóri UNG-RÚV

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Snærós hefur starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu frá árinu 2014.
Snærós hefur starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu frá árinu 2014. Vísir/Ernir
Snærós Sindradóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra UNG-RÚV. Samkvæmt frétt á vef RÚV mun hún hefja störf í byrjun ágúst og mun leiða uppbyggingu á þjónustu RÚV fyrir ungt fólk þvert á miðla.

Snærós, sem er 25 ára, hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu frá árinu 2014. Hún hlaut blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2016 fyrir viðtal ársins. Þar áður starfaði hún með ungu fólki hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Meðal aðaláherslna í stefnu Ríkisútvarpsins til ársins 2021 segir að RÚV ætli að bæta þjónustu fyrir fólk á aldrinum 15-29 ára. UNG-RÚV er liður í því og mun Snærós hafa það verkefni að opna og leiða samtali við ungt fólk, rýna í þarfir hópsins og koma með tillögur að úrbótum á þjónustu RÚV við ungt fólk.

Hún mun rýna núverandi dagskrárframboð RÚV og vera í samstarfi við dagskrárstjóra um dagskrárákvarðanir miðlanna. Snærós mun starfa náið með faghópi um þjónustu RÚV við ungt fólk sem verður myndaður með haustinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×